Þegar ég stóð frammi fyrir sorpfjalli á urðunarstaðnum í Álfsnesi, fyrir um áratug síðan, gerði ég mér ljóst að hugmyndir mínar varðandi sorpförgun þörfnuðust gagngerrar endurskoðunnar. Þessi upplifun leiddi til endurvinnsluátaks í mínum foreldrahúsum.

Á þessum ártug hafa umhverfismál orðið mitt megin áhugamál og það er mín von að þau orð sem ég hripa hér og það efni sem ég deili leiði til þess að fleiri opni augun fyrir áhrifum aðgerða sinna á hótelið okkar Jörð.

  • Höfundur er með M.Sc. gráðu í jarðefnafræði og starfar við umhverfisstjórnun.